Færsluflokkur: Bloggar

Nýja hjallastefnan í Reykjavík.

Nú er nýr "meirihluti" að koma sér fyrir í borginni. Ég nenni nú ekki að fara að tíunda þá atburðarás alla en þeir sem hafa fylgst með henni geta lýst sinni upplifun eftir sínu höfði. En það sem ég upplifði var einna helst depurð!  Það er dapurlegt að upplifa það að Þeir stjórnmálamenn sem nú þykjast stjórna borginni eru, að því er manni virðist, einungis í stjórnmálum stjórnmálanna vegna.  Mér finnst eins og allt hjá þeim gangi út á það að koma með klæki og útspil til að klekkja á þeim sem ekki eru með í liðinu og vera nógu sniðugir í plottinu og koma með nógu óvænt útspil til að ná völdum.  Leikurinn er aðalatriðið hjá þeim en það vantar allan tilgang.  Og hvað svo?  Þeir koma fram á blaðamannafundi, þar sem ásjóna forystusauðanna var eins og þeir hefðu verið að fremja eitthvert skammarstrik. Þeir voru skömmustulegir. Það var ekki eins og gleði og tilhlökkun ríkti yfir því að skemmtilegir tímar væru framundan.  Og fyrsta verkið: "Meirihlutinn"  tilkynnir að þeir ætli að kaupa húsin við Laugaveg 4 og 6 til að vernda 19. aldar ásjónu götunnar!!   Þegar kemur að alvöru ákvörðun þá er útspilið arfavitlaust.  Ef að þetta er það sem koma skal er ekki von á góðu. 

  En, ég vil nú ekki vera endalaust neikvæður  og kannski er þetta bara eftirskjálfti eftir mánudagsuppákomuna og gert í einhverju panikástandi, stresskasti yfir því að sýna fram á að "málefnasamningur" er kominn í gagnið. 

Við skulum vona það besta.  Reynum að vera jákvæð. 

 það kemur Dagur eftir þennan.


Er einhverstaðar hægt að fá toppa á karlmenn?

Eins og kemur fram í fréttinni þá hefur aldrei verið bannað að vera ber að ofan í sundi og gildir þá einu hvort um er að ræða karl, konu, svart, hvítt, gult, gamalt eða ungt.  Það er, mér vitandi, ekki heldur bannað að karlmenn komi í sundbol eða bikini.  Málið er að allt er þetta, eins og svo margt annað, háð hugarfari, velsæmistilfinningu og tískustraumum og hverjum og einum er frjálst að gera það sem hann vill svo framarlega að hann sé ekki að brjóta á öðrum og særa annara bligðunarkennd. 
mbl.is Íslenskar konur mega bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta færsla.

Góðan daginn.

Nú byrjar ballið. Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir að vera margmáll eða tala mikið um ekki neitt og þess vegna er nú ekki von á mörgum færslum á hverjum degi frá mér. Hefur mér  fundist oft á þessum færslum sem ég hef séð í bloggheiminum að þær snúist frekar um það að upplýsa lesendur um það hvað menn eru tilbúnir að kasta fram órökstuddum fullyrðingum, sleggjudómum, Gróusögum og almennum kjaftagangi sem á ekkert skylt við málefnalega umræðu eða heilbrigða hugsun.  Eins og ég hef nú oft sagt áður: "Það er betra að þegja og vera álitinn vitlaus en að opna munninn og taka af allan vafa".

Kveð að sinni.

Hafið góðan dag og verið góð hvert við annað.      .Wink

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband